Retró Bloggið
Hver er þín skoðun?
Við setjum reglulega upp litlar kannanir á Facebooksíðu Retró Líf þar sem við biðjum fylgjendur okkar að velja á milli tveggja erfiðra valkosta úr leikjaheiminum. Þetta er auðvitað að mestu til gamans gert og niðurstöðurnar eru varla vísindalegar þar sem svarendur eru yfirleitt ekki nema 100-200 í hverri könnun. Að gamni tókum við saman nokkrar af þessum gömlu könnunum og settum hér fyrir neðan, enda getur verið gaman að sjá hvernig afstaða íslenskra tölvuleikjaunnenda liggur þegar kemur að gömlum tölvuleikjum og tölvuleikjapersónum. Þegar við spurðum hvor af grænu skotglöðu kanínum frá níunda áratugnum hefði verið í betri tölvuleik var afstaða...
Hvor er betri? PS2 Slim eða PS2 Hlunkurinn?
Ein algengasta spurningin sem ég fæ er hvort ég mæli með PlayStation 2 SlimLine eða PlayStation 2 Phat, eða Hlunknum eins og ég kýs að kalla hann. Einfaldaða svarið er að útgáfurnar tvær eru svo keimlíkar að í rauninni á viðkomandi að velja þá útgáfu sem honum finnst flottari, þar sem í grunninn keyra þær nánast á sama vélbúnaði. Ef við köfum örlítið dýpra þá eru smávægilegar breytur á milli PS2 Hlunksins og PS2 Slim sem skera þær í sundur, en báðar útgáfurnar hafa sína smávægilegu kosti og galla sem ég ætla að útlista hér aðeins neðar. Það er engu að síður gott að...
Retró Líf er 2 ára!
RETROTHON Til styrktar Barnaspítala Hringsins
Ég er búinn að skrá mig í 3KM góðgerðahlaup í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ég mun samt ekki taka þátt með hefðbundnu móti, þar að segja ég mun ekki hlaupa 3KM, heldur spila í gegnum 3 Klassíska Mega Drive tölvuleiki í einni maraþonsetu. Leikirnir eru að sjálfsögðu Sonic The Hedgehog 1, 2 og 3, og því verður nóg hlaupið í stafrænum skilningi enda er Sonic fráasti blái broddgöltur allra tíma. Ég mun streyma þessari þolraun á netinu þann 19. ágúst á sama tíma og Reykjavíkurmaraþonið er í gangi. Hvort ég nái að ljúka “hlaupi” á svipuðum tíma og aðrir...
Hvernig skipta á um rafhlöðu í Game Boy leik
Við fáum reglulega fyrirspurnir um hvort við getum skipt um rafhlöður í gömlum Game Boy leikjum sem eru hættir að vista. Við getum það að sjálfsögðu enda er það tiltölulega auðveld aðgerð sem flestir ættu að geta framkvæmt sjálfir með góðum leiðbeiningum og stöðugum höndum. Þannig í von um að geta hjálpað einhverjum þarna úti sem á gamlan Pokémon leik eða Super Mario Land sem er hættur að vista þá höfum við sett saman smá leiðbeiningar með myndum sem sýna hvernig skipt er um rafhlöðuna til að geta vistað á ný. Verkfærin sem þarf til Það sem þú þarft að...