Retró Bloggið
Retró Líf er 4 ára!
Eru í alvörunni liðin fjögur ár síðan við opnuðum Retró Líf? Já, það eru liðin fjögur ár síðan Retró Líf opnaði og gerði landanum kleyft að kaupa gamla tölvuleiki og leikjatölvur með örfáum stafrænum smellum.
Tímabundnar breytingar vegna COVID-19
Vegna COVID-19 munum við frá og með deginum í dag því miður þurfa að skerða þjónustuna okkar örlítið hvað varðar póstsendingar.
Retró Líf er 3 ára!
Heil 3 ár eru liðin síðan litla vefverslunin okkar fór í loftið. Á þessum stutta en skemmtilega tíma höfum við hjálpað hundruðum Íslendinga að upplifa eldri tíma á ný með því að hafa gott framboð af eldri tölvuleikjum og leikjatölvum í boði á Retró Líf.
Hvernig á að laga NES fjarstýringu?
Er NES fjarstýringin þín byrjuð að vera leiðinleg? Það er ekkert skrítið enda eru flestar NES fjarstýringar orðnar rúmlega 30 ára gamlar í dag. Það er samt engin ástæða til að henda henni og kaupa nýja ódýra kínverska fjarstýringu af Retró Líf, því í 90% tilfella er tiltölulega auðvelt að gera við þær með einföldustu verkfærum sem eru til á flestum heimilum. Í myndbandinu hér fyrir neðan tek ég í sundur eina gamla NES fjarstýringu og sýni hve auðvelt það er að gefa fjarstýringunni þinni eitt stykki aukalíf og bæta áratug eða tveimur við líftímann á henni. Ef þú telur að...