Retró Bloggið
Umhirða og þrif leikja
Tölum aðeins um gamla leiki í plasthylkjum. NES, SNES, Mega Drive, Nintendo 64, Atari 2600, Famicom og fjölmargar aðrar Retró leikjatölvur notast við leiki á kísilborðum sem eru lokuð af inni í plasthylki. Utan á plasthylkinu er svo límdur límmiði með misgóðri myndrænni túlkun á innihaldi leiksins, og neðan úr hylkinu stendur svo hluti af kísilborðinu með málmþynnum sem tengjast móðurborði leikjatölvunnar og gera henni kleyft að lesa upplýsingarnar sem hylkið hefur að geyma. Við ætlum að tala aðeins nánar um þessar málmþynnur en fyrst mál málanna... EKKI BLÁSA Í LEIKINA ÞÍNA! Í alvörunni, ekki blása inn í leikinn þinn...
Takk!
Nú hefur Retró Líf verið í loftinu í tvo mánuði og satt að segja hafa viðbrögðin við litlu vefversluninni okkar komið okkur heilmikið á óvart.