Karfa 0

Retró Bloggið

Tímabundnar breytingar vegna COVID-19

Tímabundnar breytingar vegna COVID-19

Vegna COVID-19 munum við frá og með deginum í dag því miður þurfa að skerða þjónustuna okkar örlítið hvað varðar póstsendingar.

Halda áfram að lesa →


Retró Líf er 3 ára!

Retró Líf er 3 ára!

Heil 3 ár eru liðin síðan litla vefverslunin okkar fór í loftið. Á þessum stutta en skemmtilega tíma höfum við hjálpað hundruðum Íslendinga að upplifa eldri tíma á ný með því að hafa gott framboð af eldri tölvuleikjum og leikjatölvum í boði á Retró Líf. 

Halda áfram að lesa →


Hvernig á að laga NES fjarstýringu?

Hvernig á að laga NES fjarstýringu?

Er NES fjarstýringin þín byrjuð að vera leiðinleg? Það er ekkert skrítið enda eru flestar NES fjarstýringar orðnar rúmlega 30 ára gamlar í dag. Það er samt engin ástæða til að henda henni og kaupa nýja ódýra kínverska fjarstýringu af Retró Líf, því í 90% tilfella er tiltölulega auðvelt að gera við þær með einföldustu verkfærum sem eru til á flestum heimilum.  Í myndbandinu hér fyrir neðan tek ég í sundur eina gamla NES fjarstýringu og sýni hve auðvelt það er að gefa fjarstýringunni þinni eitt stykki aukalíf og bæta áratug eða tveimur við líftímann á henni.  Ef þú telur að...

Halda áfram að lesa →


Hver er þín skoðun?

Hver er þín skoðun?

Við setjum reglulega upp litlar kannanir á Facebooksíðu Retró Líf þar sem við biðjum fylgjendur okkar að velja á milli tveggja erfiðra valkosta úr leikjaheiminum. Þetta er auðvitað að mestu til gamans gert og niðurstöðurnar eru varla vísindalegar þar sem svarendur eru yfirleitt ekki nema 100-200 í hverri könnun. Að gamni tókum við saman nokkrar af þessum gömlu könnunum og settum hér fyrir neðan, enda getur verið gaman að sjá hvernig afstaða íslenskra tölvuleikjaunnenda liggur þegar kemur að gömlum tölvuleikjum og tölvuleikjapersónum.  Þegar við spurðum hvor af grænu skotglöðu kanínum frá níunda áratugnum hefði verið í betri tölvuleik var afstaða...

Halda áfram að lesa →


Hvor er betri? PS2 Slim eða PS2 Hlunkurinn?

Hvor er betri? PS2 Slim eða PS2 Hlunkurinn?

Ein algengasta spurningin sem ég fæ er hvort ég mæli með PlayStation 2 SlimLine eða PlayStation 2 Phat, eða Hlunknum eins og ég kýs að kalla hann. Einfaldaða svarið er að útgáfurnar tvær eru svo keimlíkar að í rauninni á viðkomandi að velja þá útgáfu sem honum finnst flottari, þar sem í grunninn keyra þær nánast á sama vélbúnaði. Ef við köfum örlítið dýpra þá eru smávægilegar breytur á milli PS2 Hlunksins og PS2 Slim sem skera þær í sundur, en báðar útgáfurnar hafa sína smávægilegu kosti og galla sem ég ætla að útlista hér aðeins neðar.  Það er engu að síður gott að...

Halda áfram að lesa →