Karfa 0

Retró Bloggið

Hvor er betri? PS2 Slim eða PS2 Hlunkurinn?

Hvor er betri? PS2 Slim eða PS2 Hlunkurinn?

Ein algengasta spurningin sem ég fæ er hvort ég mæli með PlayStation 2 SlimLine eða PlayStation 2 Phat, eða Hlunknum eins og ég kýs að kalla hann. Einfaldaða svarið er að útgáfurnar tvær eru svo keimlíkar að í rauninni á viðkomandi að velja þá útgáfu sem honum finnst flottari, þar sem í grunninn keyra þær nánast á sama vélbúnaði. Ef við köfum örlítið dýpra þá eru smávægilegar breytur á milli PS2 Hlunksins og PS2 Slim sem skera þær í sundur, en báðar útgáfurnar hafa sína smávægilegu kosti og galla sem ég ætla að útlista hér aðeins neðar.  Það er engu að síður gott að...

Halda áfram að lesa →


Retró Líf er 2 ára!

Retró Líf er 2 ára!

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir tveimur árum síðan hafi litla hugmyndin okkar um vefverslun með Retró tölvuleiki farið í loftið....

Halda áfram að lesa →


RETROTHON Til styrktar Barnaspítala Hringsins

RETROTHON Til styrktar Barnaspítala Hringsins

Ég er búinn að skrá mig í 3KM góðgerðahlaup í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ég mun samt ekki taka þátt með hefðbundnu móti, þar að segja ég mun ekki hlaupa 3KM, heldur spila í gegnum 3 Klassíska Mega Drive tölvuleiki í einni maraþonsetu. Leikirnir eru að sjálfsögðu Sonic The Hedgehog 1, 2 og 3, og því verður nóg hlaupið í stafrænum skilningi enda er Sonic fráasti blái broddgöltur allra tíma. Ég mun streyma þessari þolraun á netinu þann 19. ágúst á sama tíma og Reykjavíkurmaraþonið er í gangi. Hvort ég nái að ljúka “hlaupi” á svipuðum tíma og aðrir...

Halda áfram að lesa →


Hvernig skipta á um rafhlöðu í Game Boy leik

Hvernig skipta á um rafhlöðu í Game Boy leik

Við fáum reglulega fyrirspurnir um hvort við getum skipt um rafhlöður í gömlum Game Boy leikjum sem eru hættir að vista. Við getum það að sjálfsögðu enda er það tiltölulega auðveld aðgerð sem flestir ættu að geta framkvæmt sjálfir með góðum leiðbeiningum og stöðugum höndum. Þannig í von um að geta hjálpað einhverjum þarna úti sem á gamlan Pokémon leik eða Super Mario Land sem er hættur að vista þá höfum við sett saman smá leiðbeiningar með myndum sem sýna hvernig skipt er um rafhlöðuna til að geta vistað á ný. Verkfærin sem þarf til Það sem þú þarft að...

Halda áfram að lesa →


Umhirða og þrif leikja

Umhirða og þrif leikja

Tölum aðeins um gamla leiki í plasthylkjum. NES, SNES, Mega Drive, Nintendo 64, Atari 2600, Famicom og fjölmargar aðrar Retró leikjatölvur notast við leiki á kísilborðum sem eru lokuð af inni í plasthylki. Utan á plasthylkinu er svo límdur límmiði með misgóðri myndrænni túlkun á innihaldi leiksins, og neðan úr hylkinu stendur svo hluti af kísilborðinu með málmþynnum sem tengjast móðurborði leikjatölvunnar og gera henni kleyft að lesa upplýsingarnar sem hylkið hefur að geyma. Við ætlum að tala aðeins nánar um þessar málmþynnur en fyrst mál málanna... EKKI BLÁSA Í LEIKINA ÞÍNA! Í alvörunni, ekki blása inn í leikinn þinn...

Halda áfram að lesa →