Karfa 0

Hver er þín skoðun?

Við setjum reglulega upp litlar kannanir á Facebooksíðu Retró Líf þar sem við biðjum fylgjendur okkar að velja á milli tveggja erfiðra valkosta úr leikjaheiminum. Þetta er auðvitað að mestu til gamans gert og niðurstöðurnar eru varla vísindalegar þar sem svarendur eru yfirleitt ekki nema 100-200 í hverri könnun.

Að gamni tókum við saman nokkrar af þessum gömlu könnunum og settum hér fyrir neðan, enda getur verið gaman að sjá hvernig afstaða íslenskra tölvuleikjaunnenda liggur þegar kemur að gömlum tölvuleikjum og tölvuleikjapersónum. 

Þegar við spurðum hvor af grænu skotglöðu kanínum frá níunda áratugnum hefði verið í betri tölvuleik var afstaða svarenda nokkuð afgerandi. 94% svarenda völdu Jazz Jackrabbit fram yfir Bucky O'Hare.

Við spurðum hvort Game Boy eða Game Gear hefði orðið fyrir valinu ef maður yrði 10 ára aftur. Langflestir voru í Team Nintendo.

Þegar valið stóð á milli þessara tveggja klassísku Lucas Arts leikja barmaði fólk sér í athugasemdum að valið væri of erfitt, en þó völdu þrír af hverjum fjórum Day of the Tentacle sem betri leikinn.

Þegar valið stóð á milli þessara tveggja kappa úr Street Fighter 2 var valið heldur afgerandi. 71% svarenda sögðu Ryu vera sterkari.

Tvær ofurklassískar seríur úr smiðju Black Isle Studios. Nokkuð jafnt en Fallout 1+2 fékk fleiri atkvæði en Baldur's Gate 1+2.

Tvær aðrar klassískar bardagahetjur úr slagsmálaseríunni Mortal Kombat voru settar fram. Örlítið fleiri voru hrifnari af Scorpion fram yfir hinn ofursvala Sub Zero. 

Tveir ofurvinsælir RTS leikir sem komu út sama árið. Aðeins fleiri sögðust hafa spilað Warcraft II meira en Command & Conquer.

Að lokum, ein jafnasta könnunin okkar til þessa. Spurt var hvor væri svalari; Doom Guy eða Duke Nukem. Doom Guy rétt marði þetta og hlítur því að vera svalari.

 

 - Kiddó



Eldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.