Karfa 0

Retró Líf er 2 ára!

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir tveimur árum síðan hafi litla hugmyndin okkar um vefverslun með Retró tölvuleiki farið í loftið. Retró Líf var þá með aðeins um tvö hundruð leiki fyrir fimm eða sex mismunandi leikjatölvur og umgjörðin og skipulagið var vægast sagt hrátt. Hugsjónin var að bjóða upp á leiki og aukahluti fyrir gamlar leikjatölvur, bæði til þess að vera lyftistöng fyrir áhugafólk um gamla tölvuleiki, en líka til að hjálpa þeim sem vildu komast aftur í tæri við gömlu leikina sem þau þekktu úr barnæsku. 

Hugsjónin hefur ekki breyst en Retró Líf hefur heldur betur þróast á þessum tveimur árum. Í dag eru yfir 1000 leikir fyrir hartnær 20 mismunandi leikjatölvur í boði á Retró Líf, ásamt fjarstýringum, snúrum, varahlutum og að sjálfsögðu leikjatölvum. Okkur hefur borist fjöldinn allur af hvatningarorðum frá fólki um allt land sem hafa með okkar hjálp náð að upplifa nostalgíuna aftur og jafnvel kynnt nýja kynslóð fyrir kempum á borð við Mario, Pac-Man og Sonic the Hedgehog.

Í tilefni afmælisins ætlum við að bjóða 10% afslátt af öllum vörum á Retró Líf út næstu vikuna. Til að virkja afsláttinn þarf einfaldlega að stimpla inn kóðann "RL2ARA" þegar gengið er frá kaupunum. 

Við viljum þakka öllum sem hafa verslað hjá okkur, sent okkur skilaboð eða einfaldlega fylgst með okkur þessi undanfarin tvö ár og við vonumst til að halda áfram að þjónusta íslenska retróleikja samfélagið svo lengi sem það er enn áhugi fyrir gömlum tölvuleikjum. 

Enn og aftur, takk!


 - Kiddó & HeiðrúnEldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.