Karfa 0

Spurt & Svarað

Hér gefur að líta nokkrar af algengustu spurningunum sem við fáum. Ef spurningunni þinni er ekki svarað hér skaltu ekki hika við að senda okkur skilaboð á Facebook eða í tölvupósti.

Hvað kostar að fá vörurnar sendar?
Það kostar 1300kr að fá sendingu senda á næsta pósthús og 1700kr að fá sendingu senda beint heim að dyrum með Íslandsspósti óháð stærð eða þyngd sendingar. Einnig er hægt að velja að fá smáar sendingar sendar sem bréf og kostar það 600kr. Ef keypt er fyrir 15.000kr eða meira er heimsending frí. Ef það er ekki í boði að fá heimsendingu á þínu svæði mun sendingin sjálfkrafa fara á næsta pósthús við þig.

Hvað felst í því að fá sendingu senda sem bréf?
Bréfsendingar eru ekki tryggðar af Íslandspósti og ef þau glatast einhversstaðar á leiðinni tekur hvorki Íslandspóstur né Retró Líf ábyrgð á því, þannig við mælum með að velja rekjanlega sendingu fyrir dýrari pantanir. Þegar þú velur að fá sendinguna sem bréf hafðu þá í huga að bréfið þarf að geta komist í gegnum staðlaða bréfalúgu. Ef Íslandspóstur hafnar stærðinni þá sendum við pöntunina á næsta mögulega pósthús með þeim tilmælum að sendandi greiði fyrir allan sendingarkostnað. Vertu því viss um að velja þennan möguleika aðeins fyrir smáar pantanir, eins og t.d. staka leiki og snúrur, því ef pöntunin uppfyllir ekki skilyrði bréfs mun sendingarkostnaðurinn vera hærri fyrir vikið.

Get ég komið og sótt vöruna mína?
Þegar keyptar eru vörur fyrir 15.000kr eða meira þá opnast fyrir þann möguleika í greiðsluferlinu. Ef þú hyggst sækja vörurnar þínar skaltu senda okkur tölvupóst eða skilaboð á Facebook og við reynum í sameiningu að finna tíma sem hentar bæði Retró Líf og þér til að nálgast vörurnar þínar. Gott er að hafa í huga að afhending á vörum getur sjaldnast átt sér stað samdægurs þar sem við þurfum tíma til að taka pöntun þína saman. 

Get ég komið og skoðað vörur áður en ég kaupi þær?
Nei. Retró Líf er eingöngu vefverslun og því bjóðum við ekki upp á þann möguleika. Ef þér finnst myndir af vöru sem þig langar til að kaupa vera ófullnægjandi getur þú hins vegar sent okkur tölvupóst eða skilaboð á Facebook og við munum gera okkar besta til að útvega þér nánari lýsingu á vörunni.

Hvernig borga ég fyrir vörurnar?
Það eru þrír greiðslumöguleikar í boði. 
1. Þú getur greitt fyrir vörurnar með debit- eða kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Straums.
2. Þú getur millifært inn á reikning Retró Líf í heimabanka. Láttu endilega senda okkur rafræna kvittun á tölvupósti svo við sjáum hvenær við getum sent vörurnar þínar.

3. Þú getur greitt með Pei greiðslumátanum og dreift kaupunum þínum á nokkra mánuði eða fengið allt að 74 daga í greiðslufrest.

Hvað tekur langan tíma að fá vörur frá Retró Líf sendar?
Að jafnaði ætti það að taka 2-5 virka daga. Við gerum okkar besta til 
að koma pöntunum í póst 1-2 virkum dögum eftir að þær berast. Þegar pöntun er komin í hendur Íslandspósts tekur afhending um það bil 1-3 virka daga í viðbót eftir því hvar á landinu þú ert búsett/ur og hvaða sendingarmáti var valinn.

Mig langar rosalega í hlut á Retró Líf en get ekki keypt hann þessa stundina. Getið þið tekið hann frá fyrir mig?
Nei, því miður gerum við það ekki.

Af hverju eru sumir CD/DVD leikir seldir án ábyrgðar?
Þegar leikir á geisladiskaformi eru rispaðir seljum við þá stundum án ábyrgðar. Allir þessir leikir hafa samt sem áður verið keyrðir upp á tölvu og spilaðir í nokkrar mínútur án vandræða, en þar sem við getum eðlilega ekki spilað hvern einasta leik til enda þá er alltaf möguleiki að rispurnar hafi ekki áhrif fyrr en síðar í spilun. Það skal tekið fram að rispaðir leikir sem eru óvenju hægir að hlaðast upp eða jafnvel hökta í spilun fara aldrei í sölu hjá okkur.

Viljið þið kaupa retró leik/tölvu/hlut af mér?
Það fer eftir ýmsu. Sendu okkur myndir af umræddum hlutum ásamt verðhugmynd og við skoðum málið. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá teljum við ekki eftirfarandi leikjatölvur falla undir Retró-hattinn enn sem komið er: PS5, XBOX One, Nintendo Switch o.fl. á svipuðu reiki.