Karfa 0

Retró Líf er 3 ára!

Heil 3 ár eru liðin síðan litla vefverslunin okkar fór í loftið. Á þessum stutta en skemmtilega tíma höfum við hjálpað hundruðum Íslendinga að upplifa eldri tíma á ný með því að hafa gott framboð af eldri tölvuleikjum og leikjatölvum í boði á Retró Líf. 

Á árinu höfum við bætt við fjórum nýjum tölvuleikjaflokkum sem hafa fengið góðar viðtökur en þeir flokkar eru: Sega Game Gear, Nintendo DS, PlayStation Portable og PlayStation 3. Á nýju ári stefnum við á að bæta við fleiri nýjum flokkum, bæta duglega í þá sem eru fyrir og bæta þjónustuna okkar enn meira á öðrum sviðum.

Í tilefni afmælisins ætlum við að bjóða 10% afslátt af öllum vörum á Retró Líf út næstu vikuna. Til að virkja afsláttinn þarf einfaldlega að stimpla inn kóðann "RL3ARA" þegar gengið er frá kaupunum. Kóðinn gildir fram til miðnættis sunnudaginn 10. nóvember.

Við þökkum öllum viðskiptavinum okkar fyrir stuðninginn síðustu árin og vonum að þið haldið áfram að líta við hjá okkur á komandi árum!

 


 - Kiddó & HeiðrúnEldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.