Karfa 0

Hvernig á að laga NES fjarstýringu?

Er NES fjarstýringin þín byrjuð að vera leiðinleg? Það er ekkert skrítið enda eru flestar NES fjarstýringar orðnar rúmlega 30 ára gamlar í dag. Það er samt engin ástæða til að henda henni og kaupa nýja ódýra kínverska fjarstýringu af Retró Líf, því í 90% tilfella er tiltölulega auðvelt að gera við þær með einföldustu verkfærum sem eru til á flestum heimilum. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan tek ég í sundur eina gamla NES fjarstýringu og sýni hve auðvelt það er að gefa fjarstýringunni þinni eitt stykki aukalíf og bæta áratug eða tveimur við líftímann á henni. 

Ef þú telur að takkagúmmíið í fjarstýringunni þinni sé orðið það slappt að því verði ekki við bjargað þá getur þú verslað nýtt gúmmí af okkur fyrir allar helstu fjarstýringar. Smelltu hér til að sjá hvað við eigum af varahlutum þessa stundina.

- Kiddó



Eldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.