Karfa 0

SVÖRT HELGI

Í fyrsta skipti frá opnun Retró Lífs ætlum við að taka þátt í geðveikinni sem er Black Friday. Við höfum ekki oft verið með afsláttardaga en höfum þó í einstaka skipti verið með 10-20% afslátt af stökum leikjaflokkum þegar þeir byrja að vera heldur hillufrekir. Þetta er þó í fyrsta skipti sem við gefum heildstæðan og fastan afslátt yfir alla tölvuleiki í vefversluninni okkar, en yfir helgina verður 15% afsláttur af ÖLLUM tölvuleikjum hjá okkur. 

Eins og margar aðrar verslanir og vefverslanir höfum við einnig ákveðið að hafa afsláttinn í gildi yfir alla helgina svo fólk hafi tíma til að melta kaupin sín betur. Til að virkja afsláttinn slærðu inn kóðann: "BLACK" í lok greiðsluferlsins. 

Afsláttarkóðinn fer í loftið á miðnætti fimmtudags og mun vera í gildi fram til miðnættis á sunnudag. 

Vonandi finnur þú þér eitthvað til að spila.

 

 
 - Kiddó



Eldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.