Karfa 0

Retró Líf er 4 ára!

Eru virkilega liðin fjögur ár frá því við opnuðum Retró Líf? Já, það eru liðin fjögur ár síðan Retró Líf opnaði og gerði landanum kleyft að kaupa gamla tölvuleiki og leikjatölvur með örfáum stafrænum smellum.

Síðastliðið ár hefur verið frekar hægt hjá okkur af nokkrum ástæðum. Það sem ber hæst er fimmti meðlimurinn bættist við Retró Líf fjölskylduna sem hefur eðlilega skipt athygli okkar um nokkrar gráður. Á sama tíma braust út heimsfaraldur Covid-19 sem hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, en almenn leti og slen hafa einnig dregið kraftinn úr litlu vefversluninni okkar. Hins vegar höfum við spýtt í lófana síðastliðnar vikur og nýjar vörur hafa því bæst reglulega inn á Retró Líf upp á síðkastið og einnig höfum við byrjað að bjóða uppá gjafabréf sem verður örugglega hentugt svona rétt fyrir jólin.

Þrátt fyrir hægar uppfærslur síðasta árið erum við langt frá því að vera hætt enda erum við með margar skemmtilegar hugmyndir sem okkur langar að framkvæma á næsta ári sem gætu stækkað vefverslunina til muna, ásamt því að ná til breiðari hóps fólks á klakanum okkar góða. Meira um það síðar!

Að vanda viljum við þakka öllum viðskiptavinum okkar fyrir stuðninginn síðustu fjögur árin og vonum að þið haldið áfram að líta við hjá okkur á komandi árum!

Í tilefni af því að við eigum afmæli ætlum við að bjóða 10% afslátt af öllum vörum inni á Retró Líf næstu daga. Til að virkja afsláttinn þarf einfaldlega að stimpla inn kóðann "RL4ARA" þegar gengið er frá kaupum. Kóðinn gildir til miðnættis miðvikudaginn 11. nóvember.

Ást og tölvuspil.

 


 - Kiddó & HeiðrúnEldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.