Karfa 0

Tímabundnar breytingar vegna COVID-19

 

Kæru vinir, 

Það hefur ekki farið framhjá neinum að heimsbyggðin er nú að ganga í gegnum fordæmalausar aðstæður vegna COVID-19 veirunnar. Ástandið hefur haft víðtæk áhrif á fyrirtæki í landinu sem mörg hver hafa þurft að skerða þjónustu sína og jafnvel loka.

Við hjá Retró Líf munum ekki loka vefversluninni okkar að svo stöddu, en frá og með deginum í dag munum við því miður þurfa að skerða þjónustuna okkar örlítið hvað varðar póstsendingar. Við höfum tekið þá ákvörðun að minnka ferðir okkar á pósthúsið niður í eitt skipti á viku. Við höfum ekki ákveðið neinn fastann dag til að fara á pósthúsið en það mun eflaust oftast lenda á mánudegi eða föstudegi, eða miðast við hve mikið af sendingum hafa safnast saman. Einnig munum við loka fyrir möguleikann að sækja til okkar tímabundið. Retró Líf er lítið fjölskylduframtak sem er rekið úr heimahúsi og eru þessar breytingar því gerðar með það að leiðarljósi að minnka umgang okkar á fjölförnum stöðum. 

Við höfum ávallt lagt mikið uppúr þjónustunni okkar og því er það okkur hjartans mál að viðskiptavinir Retró Líf viti af því að biðtími sendinga mun lengjast og þetta komi því engum að óvörum þegar pöntun er lögð inn. 

Að því sögðu ætlum við einnig að hafa nettan afslátt á meðan samkomubannið er við lýði. Stimplaðu inn kóðann "DRMARIO" í kaupferlinu til að fá 10% afslátt af öllum leikjum á Retró Líf. 

Vonum bæði að þið sýnið þessari vægu þjónustubreytingu skilning og að þið séuð að spila einhverja dásamlega retró leiki heima við í samkomubanninu. 

 

 

 - KiddóEldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.