Karfa 0

Retró Líf er 6 ára!

Kæru vinir,

Í dag eru heil 6 ár liðin síðan litla skrítna vefverslunin okkar fór í loftið. Að vanda þökkum við ykkur öllum fyrir heimsóknirnar og áhugan sem Retró Líf hefur fengið síðastliðin 6 ár og við vonum að þið haldið áfram að líta við þegar ykkur vantar eitthvað nýtt, eða öllu heldur gamalt, til að spila. 

Eins og á fyrri árum ætlum við í tilefni afmælisins að bjóða 10% afslátt af öllum vörum á Retró Líf næstu 10 daga. Til að virkja afsláttinn þarf einfaldlega að stimpla inn kóðann "RL6ARA" þegar gengið er frá kaupum. Kóðinn gildir til miðnættis sunnudaginn 13. nóvember.

Takk enn og aftur og eigiði yndislegan retródag!

 

 - Kiddó & HeiðrúnEldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.