Kæru vinir, Retró Líf er 5 ára í dag!
Við viljum byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að heimsækja síðuna okkar þessi síðastliðin 5 ár, og ennfremur þeim ykkar sem hafið keypt af okkur leiki, tölvur, snúrur, varahluti og aðra skrítna hluti sem hafa verið í boði á Retró Líf síðan 2016.
Nýverið bættust við tveir nýir vöruflokkar á Retró Líf: XBOX 360 og PlayStation 4. Þó þær tölvur verða seint kallaðar "Retró" eru mikið af leikjum fyrir þessar vélar að safnast upp hjá okkur og því viljum endilega koma þeim frá okkur og aftur í notkun hjá duglegum spilurum.
Í tilefni af því að við eigum afmæli ætlum við að bjóða 10% afslátt af öllum vörum inni á Retró Líf næstu 5 daga. Til að virkja afsláttinn þarf einfaldlega að stimpla inn kóðann "RL5ARA" þegar gengið er frá kaupum. Kóðinn gildir til miðnættis mánudaginn 8. nóvember.
Ást og tölvuspil!
- Kiddó & Heiðrún