Kæru Retróvinir!
Það eru í alvörunni liðin 8 ár síðan Retró Líf leit fyrst dagsins ljós. Eins og fyrri ár viljum við þakka ykkur öllum fyrir að skoða og kaupa úr stafrænu hillunum okkar, án ykkar værum við ekki hér í dag!
Enn fremur viljum við þakka þeim sérstaklega sem eru dugleg að láta aðra vita af tilvist okkar með því að benda á okkur þegar fólk er að leita sér af hinu og þessu retrótengdu á samfélagsmiðlum og víðar. Það er ánægjulegt að sjá að við erum þess verðug að njóta meðmæla ykkar, og við munum halda áfram að gera okkar allra besta svo lengi sem við getum!
Eins og við gerum alltaf á afmælinu okkar ætlum við að bjóða 10% afslátt af öllum tölvuleikjum á Retró Líf! Til að virkja afsláttinn þarf eingöngu að stimpla inn kóðann "RL8ARA" í lok kaupferlisins og afslátturinn birtist. Afmælisafslátturinn okkar verður í gildi næstu tvær vikur, eða fram að miðnætti sunnudaginn 17. nóvember!
Þið sem þekkið okkur vitið að afmælisafslátturinn okkar er eini árvissi afsláttartíminn okkar, þannig við vonum að þið finnið eitthvað skemmtilegt, á aðeins lægra verði, til að fá sent heim til að spila í vetur.
Ef þig langar að gefa okkur eitthvað í afmælisgjöf þiggjum við alltaf Like og/eða Follow á samfélagsmiðlana okkar á Facebook og Instagram.
Takk fyrir ótrúleg 8 ár!
- Kiddó & Heiðrún