Karfa 0

Retró Líf er 7 ára!

Retró Líf er 7 ára

Yndislegu Retróvinir,

Núna eru 7 ár liðin síðan Retró Líf birtist í fyrsta skipti á internetinu! Eins og alltaf viljum við þakka ykkur öllum fyrir að líta við þegar nostalgían læðist að, og vonandi verðum við áfram fyrsta stopp fyrir ykkur þegar löngunin til að spila gamlan leik úr fortíðinni krælir á sér.

Það hefur margt breyst og gerst á þessum 7 árum í loftinu, en tilgangurinn er og verður áfram einfaldur; að bjóða Íslendingum um allt land möguleikann á því að versla notaða leiki fyrir gömlu góðu leikjatölvurnar ásamt völdum aukahlutum og íhlutum til að halda retróvélunum sínum gangandi. 

Við prufuðum eina breytingu síðasta sumar, en þá lokuðum við vefversluninni yfir hásumarið. Sumarið er alla jafna lang rólegasti tíminn okkar, enda erum við þá flest meira úti að leika og minna inni að spila tölvuleiki. Sumarlokunin okkar er því komin til að vera, en við pössum uppá að auglýsa vel áður en við lokum svo þeir sem vilja spila tölvuleiki í sólskininu geti gert viðeigandi ráðstafanir ;-) 

Eins og á fyrri árum ætlum við í tilefni afmælis okkar að bjóða 10% afslátt af öllum vörum á Retró Líf næstu 9 daga. Til að virkja afsláttinn þarf einfaldlega að stimpla inn kóðann "RETRO7ARA" þegar gengið er frá kaupunum. Kóðinn gildir til miðnættis sunnudaginn 12. nóvember.

Takk fyrir frábær 7 ár!

 

 - Kiddó & HeiðrúnEldri færsla Nýrri færsla


Skrifaðu athugasemd

Athugið að athugasemdir þurfa samþykki stjórnanda áður þær birtast.