GeGeGe no Kitarou 2: Youkai Gundan no Chousen var gefinn út af Bandai árið 1987 eingöngu fyrir Famicom leikjatölvuna. Leikurinn er framhald af leiknum Ninja Kid (GeGeGe no Kitaro - Yōkai Daimakyō) en ólíkt þeim leik er þessi RPG leikur en ekki Platformer.