Karfa 0
Akumajo Densetsu (Castlevania 3)

Akumajo Densetsu (Castlevania 3)

9.500 kr

Castlevania III: Dracula's Curse er þriðji og seinast Castlevania leikurinn sem kom út fyrir Famicom tölvuna. Leikurinn kom upphaflega út í Japan fyrir Famicom árið 1989, en fylgdi eftir í BNA árið 1990 og Evrópu árið 1992. Leikurinn spilast meira eins og fyrsti Castlevania leikurinn frekar en sá seinni, en leikurinn bætti ýmsum nýjungum við spilunina, eins og að hægt er að spila þrjár aðrar persónur sem hafa mismunandi hæfileika. Leikurinn notast við MMC5 kubbinn sem er öflugasti leikjakubburinn sem Nintendo notaði í NES leiki sem gerir leikinn einstaklega fallegan miðað við eldri NES leiki. Leikurinn fékk frábæra dóma á sínum tíma og er enn í dag talinn einn af betri leikjunum sem kom út fyrir NES tölvuna.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki