Eggerland: Revival of the Labyrinth
Eggerland: Revival of the Labyrinth er fjórði leikurinn í Eggerland seríunni en sá fyrsti sem kom út á leikjahylki fyrir Famicom tölvuna. Leikurinn er þrautaleikur þar sem spilarinn bregður sér í líki Lolo, sem er blá kringlótt kúla með útlimi sem þarf að leysa þrautaborð til að komast í gegnum völundarhús til að bjarga kærustu sinni.