
Dough Boy
Dough Boy er gamall en góður Shooter leikur frá Kemco. Í leiknum er spilarinn hermaður sem þarf að bjarga stríðsföngum frá óvinahermönnum í óþekktu stríði, þó nafnið vísi óneitanlega til bandarískra hermanna í fyrri heimstyrjöldinni. Leikurinn kom upphaflega út árið 1984 á Commodore en var fluttur á Famicom tölvuna árið 1985.