
Double Dragon III: The Rosetta Stone
Bræðurnir Billy og Jimmy Lee leggja upp í för til að safna þremur öflugum steinum til að gera þá að kraftmestu bardagaköppum í heimi. Leikurinn er slagsmálaleikur og er þekktur fyrir að vera ótrúlega erfiður þar sem spilarinn hefur aðeins eitt líf út allan leikinn, en getur þó skipt á milli bardagakappa. Söguþræðinum var breytt töluvert í vestrænu útgáfunni þar sem bræðurnir eru líkt og í fyrri leikjum sendir til að bjarga Marion, kærustu Billy's (eða var hún kærasta Jimmy's?).