Chack'n Pop
Chack'n Pop er mjög skemmtilegur þrautaleikur sem má segja að sé að vissu leyti forfaðir Bubble Bobble leikjanna, enda sjást margar persónur úr Chack'n Pop í þeirri leikjaseríu. Leikurinn kom fyrst út á spilakössum í Japan árið 1983 og var síðar fluttur á fleiri leikjatölvur, m.a. Famicom tölvuna.