PlayStation 2 kom á markað árið 2000 og er mest selda leikjatölva allra tíma með yfir 150 milljón eintök seld á heimsvísu. Tölvan tilheyrir sjöttu kynslóð leikjatölva og keppti á sínum tíma við Nintendo GameCube, Sega Dreamcast og Microsoft XBOX um hylli leikjaspilara um allan heim. Tölvan er fær um að spila leiki sem komu út fyrir upphaflegu PlayStation tölvuna.
Þessi tiltekna tölva er Slimline útgáfan með módelnúmerið SCPH-70004. Tölvan er í góðu ásigkomulagi og spilaði alla leiki sem settir voru í hana án vandræða. Eins og flestar PS2 tölvur á þessum aldri gæti tölvan átt í vandræðum með að spila suma PS1 leiki.
Pakkinn inniheldur:
PlayStation 2 leikjatölvu (PS2 SlimLine)
PlayStation Sjónvarpssnúru
PlayStation 2 Straumbreyti
Rafmagnssnúru fyrir straumbreyti
PlayStation 2 Fjarstýringu
PlayStation 2 Minniskubb
Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.