Paperboy er einfaldur, skemmtilegur og erfiður leikur, þar sem spilarinn bregður sér í gerfi útburðarstráks sem hjólar um og kastar dagblöðum í póstkassa, vegfarendur, gæludýr og rúður m.a, til að tryggja sem flesta áskrifendur fyrir dagblaðið The Daily Sun. Leikurinn var hannaður árið 1984 og kom út árið 1985.
Athugið að þetta er NTSC útgáfa leiksins.