Game Boy Pocket kom fyrst út árið 1996 og er seinni útgáfan af Game Boy tölvunni. Uppfærslan var aðallega fólgin í því að hún notaði færri batterí og var smærri og meðfærilegri. Meðal rafhlöðuending tölvunnar með nýjum rafhlöðum er 10 klukkustundir.
Þessi tiltekna útgáfa af Game Boy Pocket er MGB-001 módelið sem er algengasta útgáfan af tölvunni. Tölvan er silfurlituð. Tölvan virkar vel en það sést á henni að hún hefur verið mikið notuð af fyrri eiganda.