
Dark Rift
Dark Rift er þrívíður slagsmálaleikur fyrir Nintendo 64 tölvuna. Leikurinn átti upphaflega að vera fyrir Sega Saturn en var breytt yfir á Nintendo 64 þar sem Saturn tölvan var að renna sitt skeið. Leikurinn kom út árið 1997 og var fyrsti Nintendo 64 leikurinn sem notaðist við 60 ramma á sekúndu tæknina á þeirri tölvu.