Karfa 0
Mastergames 9000

Mastergames 9000

7.000 kr

Mastergames 9000 er NES-klóntölva sem spilar NES leiki. Tölvan var byggð til að líta út eins og PS1 tölva til að glepja sjóndaprar ömmur sem vildu gleðja barnabörn sín með spánýrri PS1 tölvu um jólin. Einhver á vafalaust daprar minningar um þessa tölvu.

Nokkrir NES leikir voru prófaðir á tölvunni og hún spilaði alla. Þó skal hafa í huga að þetta er klóntölva og spilar því sennilega ekki alla NES leiki þó hún ráði við flesta. Tölvan inniheldur einnig um 10-20 innbyggða leiki (ekki 9000 eins og kassinn auglýsir), meðal annars Super Mario Bros, Duck Hunt, Yie Air Kung Fu, Pooyan, Milk & Nuts o.fl. klassíska leiki. Tölvan Er með AV tengi.

Snúran á annari fjarstýringunni er í slæmu ásigkomulagi en virkar samt sem áður. 

Pakkinn inniheldur:

Mastergames 9000 NES-klón
2x fjarstýringar (önnur frekar illa farin)
Straumbreytir 
AV Snúra

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf. 


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki