Karfa 0
Casio PT-87

Casio PT-87

7.000 kr

Casio PT-87 er hluti af Casiotone hljómborðalínunni frá Casio sem kom út á miðjum níunda áratug seinustu aldar. Hljómborðin í Casiotone línunni brúuðu bilið á milli hljómborða fagmannsins og hljómborðsleikfanga ætluð börnum. Hljómborðið er fært að móttaka forritaða ROM pakka sem innihalda 4 laglínur sem tækið spilar meðfram því að lýsa upp lyklana sem mynda lagið, og því er hægt að æfa sig og læra á hljómborð með hjálp ROM pakkanna. Þetta tiltekna tæki inniheldur einn slíkan pakka. Tækið er í góðu ástandi og virkar vel. Tækið kemur í upphaflega kassanum sem það fylgdi í. Kassinn er fremur slæmu ásigkomulagi. Tækið þarf rafhlöður til að virka en þær fylgja ekki með.

Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki