Bubble Bobble kom upphaflega út fyrir spilakassa árið 1986 en hefur síðan þá verið gefinn út á ótal margar leikjatölvur og fjölmargar útgáfur af leiknum hafa verið framleiddar. Nintendo útgáfa leiksins kom fyrst á Famicom árið 1987 en NES útgáfa leiksins kom út árið 1988 í BNA en 1990 í Evrópu.