
Body Harvest
Body Harvest er þriðju persónu skotleikur sem kom út árið 1998. Leikurinn átti að koma út meðfram útgáfu Nintendo 64 tölvunnar en upphaflegi útgefandi leiksins (Nintendo) hætti við útgáfu hans vegna þess hve ofbeldisfullur hann var. Framleiðandinn fann því annan útgefanda og leikurinn kom út síðar meir.