Blast Chamber
Blast Chamber er óvenjulegur en frumlegur leikur fyrir allt að fjóra spilara samtímis. Leikmennirnir eru lokaðir í herbergi með sprengju fasta við bringuna. Í fjölspilun er leikurinn hálfgerður eltingaleikur þangað til að einn spilari stendur uppi ósprengdur, en í einspilun er leikurinn hálfgert þrauta- og tímakapphlaup.