Karfa 0

Jólaleikur Retró Líf

Jólin nálgast og við hjá Retró Líf erum komin í jólaskapið. Í anda jólanna, og kapitalískrar markaðshyggju, höfum við ákveðið að gefa einum heppnum vini Retró Líf þennan frábæra Nintendo Entertainment System pakka! 
Til að taka þátt þarftu að finna þessa færslu á Facebookvegg Retró Líf og gera eftirfarandi:
 • Segja okkur í athugasemd hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn.
 • Setja Like (eða broskall/hjarta) við færsluna.
 • Like-a Facebooksíðu Retró Líf.
 • Share-a færslunni á vegginn hjá þér.
 • Þeir sem vilja fá tvö atkvæði í útdráttinn geta líka skráð sig á póstlistann okkar :-)

Jólapakki Retró Líf inniheldur eftirfarandi hluti:

 • Nintendo Entertainment System leikjatölvu (NES-002).
 • Tvær NES fjarstýringar.
 • Nintendo Zapper ljósbyssuna.
 • Super Mario Bros. / Duck Hunt.
 • Straumbreyti, RF-Snúru og RCA-Snúru.
 • Mario leikfangakall.

Við drögum svo úr jólaleiknum okkar mánudagskvöldið 19. desember og tilkynnum vinningshafann á Facebook!

Gangi þér vel og gleðileg jól :-)

 - Retró Líf