
World Heroes (NTSC)
World Heroes er slagsmálaleikur í ætt við Street Fighter II, enda var honum ætlað að fljóta á æðinu sem sá leikur skapaði snemma á tíunda áratugnum. Saga leiksins er á þann veg að vísindamaðurinn Dr. Sugar Brown (jebb), býr til tímavél í þeim tilgangi að finna út hver er besti bardagamaður allra tíma (jebb), og notar hana til að sækja 8 helstu bardagakempur tímans og lætur þær berjast hvor við aðra (jebb jebb).
Athugið að þetta er NTSC útgáfa.