
Full Throttle: All-American Racing
Full Throttle: All-American Racing er kappakstursleikur á mótorhjólum og vatnaköttum sem kom út árið 1994. Leikurinn er hvað þekktastur fyrir að gefa spilaranum þann furðulega valkost að spila annað hvort tónlist eða hljóð með leiknum, en ekki er hægt að hafa bæði í gangi í einu. Leikurinn fékk ekkert sérstaklega góða dóma við útgáfu en hefur á seinni árum orðið eftirsóttur fyrir nákvæmlega það eins og oft vill verða.