Mega Man er fyrsti leikurinn í þessari víðfrægu seríu sem hefur getið af sér yfir 50 leiki frá því hún hófst árið 1987. Capcom gaf leikinn út fyrir Famicom og NES tölvuna og tölvuleikjasamfélagið öskraði á meira, enda voru sex leikir gefnir út fyrir tölvurnar áður en serían fluttist yfir í næstu kynslóð leikjatölva.
Athugið að þetta er PAL-A útgáfa.