Sumir aðdáendur NES tölvunnar segja að Salamander sé besti skotleikurinn sem kom út fyrir tölvuna, en leikurinn kom út snemma á lífstíma NES tölvunnar árið 1986. Leikurinn var eiginlegt framhald af Gradius og setti tóninn fyrir framhald þeirrar seríu seinna meir, en gat þó einnig af sér sitt eigið framhald; Salamander 2. Leikurinn styður tvo spilara í einu í samspili sem gerir þetta góðan leik til að sitja yfir með vini.