Faxanadu er RPG leikur í Metroidvania stíl sem var gefinn út af Hudson Soft árið 1987. Leikurinn var með óvenju góða grafík fyrir sinn tíma en fór því miður framhjá flestum spilurum síns samtíma. Gagnrýnendur voru engu að síður mjög hrifnir af leiknum og sumir gengu svo langt að segja að hann væri betri en Legend of Zelda og Castlevania.