Ducktales er byggður á samnefndum vinsælum teiknimyndaþáttum um Jóakim Aðalönd og frændur hans þrjá Ripp, Rapp og Rupp. Leikurinn kom fyrst út árið 1989 en kom síðar út í Evrópu árið 1990. Leikurinn átt miklum vinsældum að fagna á Norðurlöndunum sökum tíðrar útgáfu á Andrés Andar blöðum í löndunum. Leikurinn var búinn til af Capcom sem gerðu garðinn frægan með leikjum á borð við MegaMan og Chip 'n Dale: Rescue Rangers. Leikurinn hefur alla tíð síðan lent á listum yfir bestu leiki NES tölvunnar, og var leikurinn endurgerður fyrir nokkru síðan í Remastered útgáfu sem kom út fyrir nýlegar leikjatölvur og PC.