Mortal Kombat 4 er slagsmálaleikur sem kom út árið 1997 fyrir allar helstu leikjatölvur síns samtíma. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn sá fjórði í seríunni og var hann sá fyrsti sem nýtt sér þrívíddargrafík og nýjung í leiknum var að allir bardagakapparnir höfðu aðgang að vopnum og hlutum í umhverfinu til að berjast við andstæðinga sína.