Karfa 0
Nintendo Wii (NTSC)

Nintendo Wii (NTSC)

20.000 kr

Nintendo Wii er sjöndu kynslóðar leikjatölva sem var gefin út af Nintendo árið 2006. Hún var þekkt fyrir nýjungaríka hreyfistýringarkerfið sem notaði Wii Remote og Wii Nunchuk. Wii var vinsæl leikjatölva en yfir 100 milljón eintök af tölvunni seldust um allan heim. Fyrstu Wii tölvurnar höfðu líka þann eiginleika að geta spilað tölvuleiki úr Nintendo GameCube. Wii var viss fyrirmynd fyrir aðra leikjatölvuframleiðendur í að snúa leikjatölvum að hreyfistýrðum tækjum fyrir allskonar tölvuleiki. Árið 2013 hætti Nintendo framleiðslu Wii til að leggja meiri áherslu á næstu kynslóð leikjatölvna.

Þessi tiltekna Wii tölva er RVL-001 (USA) týpa. Það þýðir að þetta er fyrsta útgáfa tölvunnar sem getur spilað GameCube leiki. Þessi tölva er einnig NTSC útgáfa tölvunnar og spilar því aðeins leiki úr Bandaríska NTSC kerfinu. Tölvan og aukahlutir hafa verið prófaðir og allt virkar vel. 

Pakkinn inniheldur: 

Nintendo Wii RVL-001 (USA) leikjatölvu
Nintendo Wii straumbreyti
Nintendo Wii sjónvarpssnúru
Nintendo Wii fjarstýringu
Nintendo Wii Nunchuk fjarstýringarviðbót
Nintendo Wii Sensor Bar
Tölvuleikinn Wii Sports Resort

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf. 


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki