Tomee RF Sjónvarpsboxið notar loftnetstengi sjónvarpsins til að koma mynd úr leikjatölvunni á skjáinn eins og flestar tölvur voru tengdar áður fyrr áður en AV varð að stöðluðu tengi á sjónvörpum. Tomee RF boxið er svæðislaust og virkar því um allan heim, og nýtist m.a. fyrir Super Nintendo, NES og Mega Drive/Genesis Model 1, en einnig fyrir fleiri tölvur sem hafa RF tengimöguleika.
Sjónvarpsboxið er nýtt og ónotað í kassanum.