Karfa 0
Sega Master System MK II + Fjarstýring

Sega Master System MK II + Fjarstýring

14.000 kr

Sega Master System leikjatölvan er þriðju kynslóðar leikjatölva sem var framleidd af SEGA frá árinu 1985 og er víst enn í framleiðslu (þó ekki af SEGA) í Brasilíu þar sem enn eru framleiddir nýjir leikir fyrir hana. Master System keppti við Famicom/NES og Atari 7800 um hylli spilara um allan heim, en tölvan hefur selst í um 13 milljón eintökum síðan hún kom út. Master System var að mestu leyst af hólmi árið 1988 þegar SEGA kynnti Sega Mega Drive/Genesis til sögunnar og fyrirtækið flutti sig meira yfir á 16-bita markaðinn. 

Þessi tiltekna Master System leikjatölva er svokölluð Mark II útgáfa af vélinni og er hún með innbyggðum leik sem er Sonic the Hedgehog (8-bita útgáfa).

Pakkinn inniheldur:
Sega Master System Mark II leikjatölvu.
Sega Master System fjarstýringu.

Sega Straumbreyti með breytistykki.
RF Loftnetssnúru.
Sega RF breytibox.

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf. 


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki