Karfa 0
PlayStation Portable 2000 "The Simpsons" Edition

PlayStation Portable 2000 "The Simpsons" Edition

12.500 kr

PlayStation Portable er vasatölvusería sem var þróuð og framleidd af Sony og var hluti af PlayStation fjölskyldunni. PSP tölvurnar eru af sjöundu kynslóð leikjatölva og kepptu því við Nintendo DS á vasatölvumarkaðinum. Tölvurnar höfðu þann eiginleika að geta tengst PlayStation 2 og 3 leikjatölvum sem gaf spilun og nýtingu vélarinnar aukna vídd. Einnig var PSP línan kynnt sem meðfærilegur myndbandsspilari og voru sérstakir UMD myndadiskar seldir með öllum vinsælustu bíómyndum síns tíma fyrir tölvuna. PSP línan var kynnt til leiks árið 2004 og var framleiðslu á tölvunum hætt árið 2014. PSP tölvan var mjög vinsæl en rúmlega 80 milljón tölvur voru seldar á þeim tíu árum sem hún var við lýði. 

Þessi tiltekna PSP tölva er úr 2000 línunni (módel PSP-2004) og fylgdi með sérstakri viðhafnarútgáfu af The Simpsons tölvuleiknum. Tölvan er í þokkalegu ástandi, heldur hleðslu og spilar leiki án vandræða. Þó er einn galli á henni sem hrjáir oft PSP tölvur og það er að leikjahurðin aftan á henni er farin af hjörunum öðrum megin (sjá mynd). Tölvan lokast samt þétt og vel en gott er að hafa gætur á þegar hún er opnuð og lokað. 

Með tölvunni fylgir ferðataska og USB hleðslusnúra. 


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki