Karfa 0
Mega Man V

Mega Man V

12.000 kr

Mega Man V kom út fyrir Game Boy tölvuna árið 1994. Það skal tekið fram að leikurinn er ekki byggður á Mega Man 5 sem kom út fyrir NES tölvuna og var framleiddur algerlega sjálfstætt frá öðrum Mega Man leikjum, sem gerir Mega Man V að eina Mega Man leiknum á Game Boy sem er ekki að mestu leyti endurunninn úr NES leik. Leikurinn var einn af fyrstu Game Boy leikjunum til að styðja Super Game Boy viðbótina fyrir Super Nintendo og er einnig fyrsti leikurinn þar sem vélræni kötturinn Tango kemur fram.

Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki