Karfa 0
Gran Turismo 4 "Prologue"

Gran Turismo 4 "Prologue"

2.750 kr

Gran Turismo 4 "Prologue" er svolítið sérstakur leikur fyrir sitt leyti. Hann kom út árið 2003, um ári á undan Gran Turismo 4, en ástæðan fyrir því var að framleiðendur leiksins voru seinir með GT4 á markað og vildu því koma hluta leiksins út áður en jólasalan byrjaði. Úr varð þessi leikur sem er hálfgerð prufuútgáfa af GT4 og því eru færri brautir og bílar í honum en í fullu útgáfunni. Með leiknum fylgir þó DVD diskur með aukaefni. Af einhverjum ástæðum kom þessi útgáfa eingöngu út í Evrópu og Japan, en ekki í Norður Ameríku.

Inniheldur leik, bækling og hulstur. Athugið að plastfilman á hulstrinu er sködduð eins og myndir sýna.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki