Karfa 0
Game & Watch Mario Bros.

Game & Watch Mario Bros.

8.000 kr

Game & Watch tölvuspilin voru framleidd af Nintendo á árunum 1980-1991. Game & Watch serían í heild sinni telur 59 tölvuspil. Öll spilin eiga það sameiginlegt að innihalda klukku, vekjara og tölvuleik, en misjafnt er hvort spilin eru með einn eða tvo skjái eða innihaldi bæði A og B leik. Game & Watch serían er hvað þekktust fyrir að hafa "fundið upp" D-Pad stýrihnappinn sem var síðar notaður á flest allar leikjatölvur á árunum á eftir. Game & Watch serían hætti í framleiðslu fljótlega eftir að Game Boy vasatölvan frá Nintendo tókst á flug. Tölvuspilin keyra á tveimur LR4x hnapparafhlöðum. 

Mario Bros. Game & Watch tölvuspilið var framleitt af Nintendo árið 1983. Í leiknum eru Mario og Luigi að vinna í gosdrykkjaverksmiðju sem virðist vera komin hálfa leið með sjálfvirkt framleiðsluferli, þar sem bræðurnir þurfa að hoppa og skoppa milli færibanda með goskassa á mismunandi stigum framleiðslu sem þurfa að lokum að rata á vörubíl sem bíður fyrir utan. 

Tölvuspilið er númer 25 í Game & Watch seríunni, og það sjötta sem var framleitt með samlokuopnun, en jafnframt það fyrsta sem opnaðist lóðrétt eins og bók. Eins og öll Game & Watch tölvuspil inniheldur spilið klukku og vekjara. Milljón eintök af tölvuspilinu voru framleidd. 

Þetta tiltekna tölvuspil er í góðu ástandi en sýnir aldur sinn með nokkrum rispum að utanverðu. Rafhlöðulok spilsins er heilt.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki