Karfa 0
Game & Watch Donkey Kong

Game & Watch Donkey Kong

9.500 kr

Game & Watch tölvuspilin voru framleidd af Nintendo á árunum 1980-1991. Game & Watch serían í heild sinni telur 59 tölvuspil. Öll spilin eiga það sameiginlegt að innihalda klukku, vekjara og tölvuleik, en misjafnt er hvort spilin eru með einn eða tvo skjái eða innihaldi bæði A og B leik. Game & Watch serían er hvað þekktust fyrir að hafa "fundið upp" D-Pad stýrihnappinn sem var síðar notaður á flest allar leikjatölvur á árunum á eftir. Game & Watch serían hætti í framleiðslu fljótlega eftir að Game Boy vasatölvan frá Nintendo tókst á flug. Tölvuspilin keyra á tveimur LR4x hnapparafhlöðum. 

Donkey Kong Game & Watch tölvuspilið var framleitt af Nintendo árið 1982. Leikurinn sjálfur er ein af hinum fjölmörgu útfærslum af upprunalega Donkey Kong leiknum sem kom upphaflega út á spilakössum í Japan árið 1981. 

Tölvuspilið er númer 20 í Game & Watch seríunni, og annað spilið sem var framleitt með samlokuopnun. Eins og öll Game & Watch tölvuspil inniheldur spilið klukku og vekjara. Milljón eintök af tölvuspilinu voru framleidd. 

Þetta tiltekna tölvuspil er í góðu ástandi en sýnir aldur sinn með nokkrum rispum að utanverðu. Rafhlöðulok spilsins er heilt en læsingaflipinn er beygður þannig lokið helst illa á, en mögulega er hægt að beygja plastið til baka.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki