Karfa 0
Game Boy Advance SP "Tribal" Edition

Game Boy Advance SP "Tribal" Edition

12.000 kr

Game Boy Advance SP er uppfærð útgáfa af Game Boy Advance tölvuspilinu frá Nintendo. SP stendur fyrir "Special Power" en tölvan er engu að síður að öllu leyti áþekk upphaflega GBA tölvuspilinu þegar kemur að vélbúnaði og getu. Útlit og stærð tölvunnar er allt annað þar sem tölvan lokast í samloku sem ver skjáinn gegn rispum og heldur tölvunni mjög smárri sem gerir hana meðfærlilegri fyrir ferðalög. Ólíkt fyrri Game Boy tölvum er ekki hægt að setja einnota rafhlöður í tölvuspilið, en það er með innbyggða Lithium Ion rafhlöðu sem þarf hleðslu með sérstakri snúru. Game Boy Advance SP getur spilað alla Game Boy leiki sem hafa komið út á undan henni, þ.m.t. Original, Color og Advance. SP tölvuspilið kom fyrst á markað árið 2003 og var í almennri sölu fram til ársins 2009 þegar Nintendo DS línan tók við keflinu, en þá hafði tölvuspilið selst í rúmlega 43 milljónum eintaka um víða veröld.

Þessi tiltekna Game Boy Advance SP tölva er takmörkuð útgáfa með "Tribal" merkingum. Tölvan er eldri týpan með framleiðslunúmerið AGS-001. Tölvuspilið er í góðu ásigkomulagi. Rafhlaðan virðist halda góðri hleðslu. 

Með tölvunni fylgir upphaflegt hleðslutæki og leikurinn Rayman Raving Rabbids.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki