Karfa 0
Game Boy Cool Blue

Game Boy Cool Blue

11.000 kr

Game Boy er fyrsta tölvuspilið sem kom út í hinni vinsælu Game Boy línu frá Nintendo. Fyrstu Game Boy tölvurnar komu á markað í Japan árið 1989. Hugmyndin á bak við Game Boy tölvuspilið var að sameina handhægu eiginleika Game & Watch seríunnar við leikjaúrval og spilunargæði Nintendo Entertainment System. Orginal Game Boy tölvan er fyrir margt löngu orðin að tákni síns tíma og er líkneski hennar að finna á og í mörgum hlutum sem tengjast níunda og tíunda áratugnum. Game Boy tölvurnar frá Nintendo eru farsælustu tölvuspil allra tíma en, Game Boy línan hefur selt yfir 118 milljón tölvuspil frá upphafi.

Þessi tiltekni Game Boy er úr Play It Loud seríunni sem kom út árið 1995 og er í litnum Cool Blue sem kom eingöngu út í Evrópu og Japan. Tölvan sýnir aldur sinn en er í góðu ástandi og virkar vel.

Með tölvunni fylgir leikurinn Tetris 2.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki