Final Fantasy IX kom út árið 2000 og þá eingöngu fyrir PlayStation leikjatölvuna. Leikurinn er níundi leikurinn í seríunni og sá síðasti sem kom út á upphaflegu PlayStation leikjatölvunni. Leikurinn var þróaður samhliða Final Fantasy XIII, en með öðrum áherslum sem setja leikinn nær upphaflegu Final Fantasy leikjunum í spilun en fyrri tveir leikirnir í seríunni höfðu gert. Leikurinn fékk einróma lof gagnrýnenda um allan heim og er sá Final Fantasy leikur sem hefur fengið hæstu einkunn spilara, en leikurinn er enn í dag með 94/100 á metacritic.
Inniheldur leik (4 diskar), bækling og hulstur. Leikurinn er í mjög góðu ásigkomulagi.